Eldsneyti hækkaði í verði

Eldsneyti hækkaði í verði um helgina. Tvö olíufélög, Skeljungur og N1, riðu á vaðið á laugardagsmorgun og hækkuðu verð á eldsneyti á stöðvum sínum um allt að þrjár krónur á lítrann. Önnur fyrirtæki fylgdu í kjölfarið.

Að jafnaði kostar lítri af bensíni hjá stóru olíufélögunum þremur 125-125,3 kr. í sjálfsafgreiðslu og algengt verð á lítra af dísilolíu er 124 kr.

Eldsneytisverð er lægst á útsölustöðum Orkunnar þar sem algengt verð á hvern lítra af bensíni er 123,3 kr. og dísilolíulítrinn kostar um 122,3 kr. Verð á stöðvum Atlantsolíu er 0,10 krónum hærra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert