Engin fæðingasprenging

Fjöldi fæðinga á kvennasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur verið svipaður í sumar og undanfarin ár, að sögn Margrétar Hallgrímsson sviðsstjóra. Að jafnaði hafa fæðst 8–9 börn á sólarhring og hafa þar fæðst tæplega 1.800 börn það sem af er árinu.

Hreiðrið, sem er deild fyrir eðlilegar fæðingar, var opnað í september í fyrra. Þangað koma konur sem vilja fæða án þess að mikið inngrip sé í fæðinguna. Margrét sagði að fæðingar í Hreiðrinu væru nú um 40 á mánuði. Það hefur létt á og sagði Margrét að álagið á kvennasviði hefði verið mjög jafnt í sumar og ekki óeðlilega mikil vandamál vegna mönnunar. Hún sagði þetta hafa gengið vel með góðu samstarfi allra aðila, þótt vissulega hefðu komið álagstoppar. Við það verði aldrei ráðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert