Engin fæðingasprenging

Fjöldi fæðinga á kvenna­sviði Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­húss hef­ur verið svipaður í sum­ar og und­an­far­in ár, að sögn Mar­grét­ar Hall­gríms­son sviðsstjóra. Að jafnaði hafa fæðst 8–9 börn á sól­ar­hring og hafa þar fæðst tæp­lega 1.800 börn það sem af er ár­inu.

Hreiðrið, sem er deild fyr­ir eðli­leg­ar fæðing­ar, var opnað í sept­em­ber í fyrra. Þangað koma kon­ur sem vilja fæða án þess að mikið inn­grip sé í fæðing­una. Mar­grét sagði að fæðing­ar í Hreiðrinu væru nú um 40 á mánuði. Það hef­ur létt á og sagði Mar­grét að álagið á kvenna­sviði hefði verið mjög jafnt í sum­ar og ekki óeðli­lega mik­il vanda­mál vegna mönn­un­ar. Hún sagði þetta hafa gengið vel með góðu sam­starfi allra aðila, þótt vissu­lega hefðu komið álag­stopp­ar. Við það verði aldrei ráðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert