Þrátt fyrir að tölur um afbrot eftir helgina séu ekki enn staðfestar er ljóst að mikill munur var á hegðun fólks á útihátíðum í fyrra og nú. Ungmenni voru t.a.m. afar fyrirferðarmikil á Akureyri á síðasta ári og komu þar upp á sjötta tug fíkniefnamála, á meðan tólf mál komu upp í Vestmannaeyjum á sama tíma. Er því um gríðarlega fækkun á milli ára ef heildartala áranna er skoðuð.
Einnig er afar gleðilegt að engin nauðgun hafi verið kærð til lögreglu og vonandi að slíkar tilkynningar berist ekki á næstu dögum.
Þrátt fyrir að tölur um tilkynntar líkamsárásir séu hærri í ár en í fyrra verður að líta til þess að allar teljast þær minniháttar og óvíst hvort þær verði kærðar.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.