Fleiri bjóða frítt í strætó

Sverrir Vilhelmsson

Mosfellsbær hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða námsmönnum frítt í strætó. Fyrir lá að Reykjavíkurborg og Garðabær byðu upp á þjónustuna.

Bæjarráð Mosfellsbæjar tók ákvörðun um þátttökuna á fundi skömmu fyrir helgi og standa málin því þannig að þrjú af sjö sveitarfélögum sem standa að Strætó bs. taka þátt í verkefninu "Frítt í strætó".

Hin fjögur sveitarfélögin, sem óvíst er um þátttöku hjá, eru Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Seltjarnarneskaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka