Lögreglan í Eyjum sinnir eigendum tapaðra hluta

Ekki er vitað hvort eigendur þessara tjalda týndu þeim en …
Ekki er vitað hvort eigendur þessara tjalda týndu þeim en tjöldin voru að minnsta kosti í Herjólfsdal í dag. mbl.is/Sigurgeir

Talsverður fjöldi mála liggur á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir helgina. Eitt helsta verkefni lögreglunnar í Eyjum eftir þjóðhátíð er þó að sinna fyrirspurnum vegna tapaðra hluta.

Lögreglunni í Eyjum telst til að komið hafi verið upp um 11 fíkniefnamál um helgina. Þá voru 10 eignarspjöll kærð til lögreglu, 5 líkamsárásir og 5 þjófnaðir. Lögregla hafði afskipti af 17 manns vegna ölvunar á almannafæri og var veist að einum lögreglumanni.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur og voru 6 teknir án ökuréttinda. Þá þurfti að hafa afskipti af ökumönnum vespa, sem leigðar voru út, sem ýmist voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert