Skjálftum við Upptyppinga norðan Vatnajökuls hefur fækkað og virðist sem virkni sé að minnka á svæðinu. Stutt hrina varð í fyrrinótt um þrjúleytið, en stóð í skamman tíma og hafa fáir skjálftar orðið síðan. Sigþrúður Ármannsdóttir, verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands segir að þetta þýði ekki endilega að skjálftavirkninni sé lokið, hún geti tekið sig upp aftur og að áfram verði fylgst með virkni á svæðinu.