Tekið til í Herjólfsdal

60-80 manns hafa unnið að hreinsun í Herjólfsdal í dag.
60-80 manns hafa unnið að hreinsun í Herjólfsdal í dag. mbl.is/Sigurgeir

Tugir manna hafa unnið í dag við hreinsun á Herjólfsdal í Vestmannaeyjum eftir þjóðhátíðina, sem lauk á mánudagsmorgun. Að venju skilja margir þjóðhátíðargestir, sem tjölduðu í dalnum, tjöld og annan viðleguútbúnað eftir.

Stanslausir flutningar hafa verið fólk upp á fastaland frá því í gærmorgun en samt er ekki reiknað með að síðustu gestirnir komist frá Eyjum fyrr en í kvöld.

Talsverð ölvun á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal í nótt. Gerðu tjaldgestir sér m.a. að leik að kveikja í tjöldum sem skilin voru eftir í dalnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert