Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina sama ökumanninn tvisvar vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var fyrst tekinn við Smáralind eftir hádegi á sunnudag og svo aftur á Dalvegi í Kópavogi snemma á mánudagsmorgun.
Alls voru tólf ökumenn teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Þetta voru allt karlmenn, flestir á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík.