Andað léttar á LSH

00:00
00:00

Um næstu ára­mót verður Land­spít­ali - há­skóla­sjúkra­húss reyk­laust sjúkra­hús, en þá verður síðasta reyk­her­bergi spít­al­ans lokað. Fyrstu skref­in að reyk­lausu sjúkra­húsi verður hins­veg­ar tekið eft­ir viku, n.t.t. þann 15. ág­úst. Þá verður reyk­her­bergj­um í aðal­bygg­ing­um LSH í Foss­vogi og við Hring­braut lokað. Að sögn lækna er þetta gert til þess að bæta heilsu og líðan starfs­manna og sjúk­linga sem geta andað létt­ar í reyk­lausu um­hverfi.

Dóra Lúðvíks­dótt­ir, lungna­lækn­ir fer fyr­ir starfs­hópi, á veg­um for­stjóra LSH, sem unnið hef­ur að verk­efn­inu. Hún seg­ir tals­vert hafa borið á kvört­un­um frá sjúk­ling­um og starfs­mönn­um vegna þeirra reyk­her­bergja sem séu á spít­al­an­um. Kvartað hef­ur verið und­an því að her­berg­in valdi starfs­fólki og sjúk­ling­um bæði ónæði og óþæg­ind­um. Þetta er því gert til þess að koma til móts við sjúk­ling­ana og starfs­menn­ina og er þetta svipuð þróun sem á sér nú stað í lönd­un­um í kring um okk­ur. Aðspurð seg­ir hún þetta í raun vera orðið löngu tíma­bært.

Dóra seg­ir að vel verði tekið á móti reyk­ing­ar­fólki sem kem­ur á sjúkra­húsið og að það muni fá góðan stuðning. Það mun m.a. fá leiðbein­ing­ar varðandi lyfjameðferð, t.d. verði þeim boðið nikó­tín­lyf eft­ir þörf­um, sem og nýrri lyf sem draga úr sjálfri reyklöng­un­inni.

Hún seg­ir stars­fmenn LSH hafa tekið í vel í þær hug­mynd­ir og vera al­mennt í stakk bún­ir að gera sjúkra­húsið að reyk­laus­um stað, en aðspurð seg­ir hún að um 7% starfs­mann­anna reyki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert