Berjaspretta er góð á Vestfjörðum í sumar eins og annarstaðar á landinu. Þannig eru krækiber á Ströndum víða orðin vel þroskuð og ljúffeng. Á Barðaströnd eru krækiberin ekki eins stór en þar mátti hins vegar um helgina finna heilu hlíðarnar bláar af berjum, mestmegnis aðalbláberjum.
Í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn Rúnar Hauksson, áhugamaður um berjatínslu, að hann hafi fengið mjög góðar fréttir af berjasprettu á öllu landinu. Ingibjörg Hinriksdóttir staðfesti í pósti til mbl.is, að berjaspretta á Vestfjörðum væri með besta móti.