Er sumarið búið?

00:00
00:00

Veðrið hef­ur verið frem­ur þung­búið á höfuðborg­ar­svæðinu sem og ann­arsstaðar á land­inu að und­an­förnu og svo virðist sem að sum­ar­blíðan sem stóð svo vik­um skipt­ir í júní og júlí sé að baki. Því vakn­ar sú spurn­ing: „Er sum­arið búið?“

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur er ekki á því að sum­arið sé búið að syngja sitt síðasta. Hann seg­ir enn tals­vert í haustið og að menn muni finna fyr­ir því þegar það ger­ist. Hann bend­ir á að að þótt að tals­vert sé farið að rökkva eft­ir að sól­in sest þá sé enn tals­verður hiti að næt­ur­lagi. Fólk sem hyggst fara í úti­leg­ur í ág­úst þarf því ekki að ör­vænta og pakka sam­an úti­legu­búnaðinum.

Hann seg­ir hins­veg­ar hvað úti­legu­stemn­ing­una varði þá sé hún kannski far­in að breyt­ast. Íslend­ing­ar fari fyrr úr frí­um en áður auk þess sem skól­arn­ir hefj­ist fyrr, þ.e. síðsum­ars í stað í byrj­un sept­em­ber. Það auki á haust­til­finn­ing­una hjá mörg­um.

Ein­ar seg­ir að það sé út­lit fyr­ir að það verði hæg­lætis­veður á land­inu fram að helgi. Frem­ur þung­búið á höfuðborg­ar­svæðinu fram til morg­uns. Um helg­ina snýst hins­veg­ar í norðaustanátt en þá þykkn­ar upp við landið norðan- og aust­an­vert. Það létt­ir hins­veg­ar til við landið sunn­an- og vest­an­vert. Bú­ast má við björtu veðri á sunnu­dag á höfuðborg­ar­svæðinu, en held­ur kóln­andi. „En það hef­ur ekk­ert með haustið að gera,“ bæt­ir Ein­ar við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert