Flugvél nauðlenti við Straumsvík

Lítil Cessna flugvél nauðlenti í hrauninu suður af álverinu i Straumsvík um klukkan 19:30 í kvöld. Tveir menn voru um borð og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þá á slysadeild. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild.

Læknirinn segir líðan mannanna vera furðu góða miðað við aðstæður. Þeir eru nú í rannsókn á bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Ekki er vitað meira um málsatvik að svo stöddu en Rannsóknarnefnd flugslysa annast rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert