Formaður Alþjóðasamtaka íslenska hestsins, Jens Iversen, hélt ræðu og talaði um hversu mikilvægt það væri að að halda viðburð sem þennan til að sameina áhugamenn um íslenska hestinn. Því næst afhentu Svíar Hollendingum formlega fána heimsmeistaramótsins.
Gífurleg rigning hefur verið á mótssvæðinu í dag og er grasið smám saman að breytast í drullusvað. Stígvél, regnhlífar og regnföt eru rifin út úr sölutjöldunum. Ein verslunin var með 1000 stígvél til sölu og voru þau alveg að klárast þegar síðast fréttist. Sem betur fer þá höfðu mótshaldarar sett niður járnplötur þar sem mesti ágangurinn er settir voru niður þrír kílómetrar af þessum plötum. Spáð er rigningu einnig á morgun en það á að hlýna og létta til um helgina.
Í dag eru um fjögur þúsund manns á svæðinu en gert er ráð fyrir því að um helgina verði þar um 13-14 þúsund manns.