Hrátt og hollt

Hópur fólks hóf nýlega að bjóða íslenskum matgæðingum upp á hráfæði á nýjum veitingastað sem er við Ingólfsstræti 8 í Reykjavík. Þetta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem býður einvörðungu upp á hráfæði.

Veitingastaðurinn kallast Ambrosia og að honum kemur um tugur fólks. Staðurinn var opnaður í lok júní og hefur honum verið vel tekið að sögn veitingakonunnar Óskar Óskarsdóttur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til hráfæði búið til úr lífrænt ræktuðu grænmeti, ávöxtum, fræjum og hnetum. Að sögn Óskar er hráfæði ekki hitað upp fyrir 46 gráður á celsíus, en við það hitastig byrja ensímin í matnum að skemmast sem og önnur næringarefni sem eru mikilvæg meltingunni.

Ósk segir hráfæði vera bráðhollt og að fólk yngist, léttist og verði orkuríkara eftir að hafa neytt slíkrar fæðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert