Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar

Sumarnótt á Akureyri
Sumarnótt á Akureyri mbl.is/Ómar

"Þennan stutta tíma sem þessi bæjarstjórn hefur setið hefur það sýnt sig að hún er algjörlega vanhæf," segir Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, sem hrundið hefur af stað undirskriftarsöfnun í bænum.

Birgir hvetur þar bæjarstjórann og bæjarstjórnina til að segja af sér, ekki síst vegna ákvörðunar, sem tekin var rétt fyrir verslunarmannahelgi, um að meina ungmennum á aldrinum 18-23 ára að tjalda í bænum. Hann er ekki bjartsýnn á að bæjarstjórnin muni segja af sér en segir söfnunina vera þarfa vakningu.

Birgir segir tekjumissi kaupmanna hlaupa á tugum milljóna króna en sjálfur rekur hann tvo skemmtistaði í bænum, þar sem aðsókn var tilfinnanlega minni en aðrar verslunarmannahelgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert