Bæjarstjórn Kópavogs samþykktu á aukafundi í gær tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svonefndan reit 4 á vestanverðu Kársnesi. Samkvæmt tillögunni verða reistar 105 íbúðir á svæðinu í 2-4 hæða byggingum þar sem nú er atvinnuhúsnæði.
Íbúar í Kópavogi hafa gagnrýnt fyrirhugaða uppbyggingu Kársnes og hafa m.a. lýst áhyggjum af aukinni umferð og vaxandi umsvifum á fyrirhuguðu hafnarsvæði.
Alls hafa verið skilgreindir 10 reitir í framtíðarskipulagi Kársnessins.