Sjúkraflutningamenn snarir í snúningum

Af vettvangi.
Af vettvangi. mbl.is/Vilhjálmur Roe

Sjúkraflutningamenn frá Árnessýslu, sem voru á leið í sjúkraflutning frá Reykjavík, veittu athygli svörtum reyk sem steig upp til himins í Árbæjarhverfi í dag. Ljóst var strax að reykurinn var ekki eðlilegur þar sem um íbúðarhverfi var að ræða og fóru þeir því á vettvang. Þetta kemur fram á heimasíðu félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.

„Þegar þeir komu á staðinn stóð Ford Transit bifreið í ljósum logum og var mikill eldur. Vopnaðir garðslöngu og duftslökkvitækjum réðust þeir á eldinn eftir að hafa tryggt vettvang með aðstoð óeinkennisklæddra lögreglumanna, sem einnig voru komnir á staðinn. Náðu þeir að slá verulega á eldinn með vatni og slökkvidufti, það mikið að þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang þurfti einungis að slökkva glæður í vélarrúmi bifreiðarinnar. Bifreiðin er aftur á móti gjörónýt,“ segir á síðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert