Tæplega hundrað manns skrifað undir

Fjölskyldufólk var í miklum meirihluta á tjaldsvæðum Akureyrar á hátíðinni …
Fjölskyldufólk var í miklum meirihluta á tjaldsvæðum Akureyrar á hátíðinni Ein með öllu. mbl.is/Hjálmar S. Brynjólfsson

Tæplega hundrað manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun á heimasíðu sem kennir sig við hagsmunaaðila um ferðaþjónustu á Akureyri. Þar er skorað á bæjarstjórn Akureyrar að segja af sér vegna „mjög undarlegrar ákvörðunar meirihlutans í sambandi við nýliðna verslunarmannahelgi þar sem fólki á aldrinum 18-23 ára var nánast meinaður aðgangur að hátíðinni Ein með öllu.“

Kemur fram að umræddir hagsmunaaðilar telji þetta bann hafið orðið til þess að veitingahús, verslanir og önnur fyrirtæki á Akureyri hafi orðið af verulegum tekjum og hagsmunum.

Vefsíða hagsmunaðila um ferðaþjónustu á Akureyri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka