Þúsundir brögðuðu lunda

Lundi er víða á borðum á þjóðhátíð.
Lundi er víða á borðum á þjóðhátíð. mbl.is/Sigurgeir
Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net
Lundinn hefur aldrei verið jafn vinsæll og á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Unga fólkið sækir í hann sem aldrei fyrr, en þúsundir lundabringna voru borðaðar um helgina.

„Því miður gátum við ekki mettað alla þá sem langaði í lunda," segir Magnús Bragason, lundaverkandi í Vestmannaeyjum. „Það fóru allt að 10.000 bringur, en ég get ekki alveg vitað það. Ég myndi halda að flestir fái sér alla vega einn lunda og drekki svo einn lunda með." Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert