Vilja semja um aukið frí

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Félagsmenn í VR setja lengra orlof og meiri sveigjanleika í vinnutíma efst á blað fyrir komandi kjarasamninga að því er fram hefur komið í starfi rýnihópa og málefnahópa vegna undirbúnings fyrir kjarasamningana næsta vetur. Hafa sumir félagsmenn viðrað þá hugmynd að fjölga frídögum í 30 að hámarki, eins og víða tíðkast hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum.

„Niðurstöður rýnihópa hjá VR benda til þess að helstu kröfur félagsmanna séu um meira frí og aukinn sveigjanleika. Fjöldi frídaga á Íslandi er í takt við það sem best gerist í aðildarríkjum ESB," segir í nýrri umfjöllun á vefsíðu félagsins.

Ný Evrópukönnun hefur leitt í ljós að mikill munur er á fjölda frídaga í löndum Evrópusambandsins. Þegar bæði er tekið tillit til almennra frídaga og launaðra orlofsdaga á vinnumarkaði landanna kemur í ljós að þeir eru flestir í Svíþjóð eða 42 en fæstir í Eistlandi, 26. Þjóðverjar, Ítalar og Danir eru ofarlega á lista með 38 til 40 frídaga. Að meðaltali fær launafólk í Evrópusambandinu rétt rúmlega 25 daga í orlof á ári.

Ekki eru birtar heildartölur yfir frídaga á Íslandi í samanburðinum en skv. VR eru frídagar félagsmanna 35 til 39 talsins. Opinberir frídagar og stórhátíðardagar á virkum dögum 11 að meðaltali en orlof 24-28 dagar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert