16 ára réttindalaus á mótorhjóli mömmu sinnar

Lögregla stöðvaði í gærkvöldi för sextán ára stúlku sem var réttindalaus á mótorhjóli móður sinnar í miðborg Reykjavíkur. Höfðu lögreglumenn veitt henni athygli er hún ók gegn rauðu ljósi yfir gatnamót. Stúlkan var ein fjögurra ökumanna sem voru stöðvaðir réttindalausir á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að tveir karlar á þrítugsaldri hafi verið teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Annar var stöðvaður í Kópavogi en hinn í Hafnarfirði. Karl á fimmtugsaldri var einnig stöðvaður í Hafnarfirði síðdegis í gær en hann var undir áhrifum lyfja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert