86 lið mætt á pæjumót á Siglufirði

Stelpurnar í 6 flokki HK tilbúnar í slaginn í mótsbyrjun.
Stelpurnar í 6 flokki HK tilbúnar í slaginn í mótsbyrjun. mbl.is/Örn Þórarinsson

Sautjánda Pæjumót KS í Siglufirði var sett í morgun. Þá voru 86 lið mætt til keppni. Alls verða spilaðir 420 leikir á mótinum sem líkur á sunnudag. Mikill mannfjöldi er kominn til bæjarins í tilefni af mótinu.

Þetta snýst ekki eingöngu um fótboltann því einnig eru kvöldskemmtanir fyrir hina ungu keppendur á Ráðhústorginu. Talvert rigndi í Siglufirði í nótt en í morgun stytti upp. Aðalstyrktaraðili mótsins er Tryggingamiðstöðin og mótsstjóri er Sigurður Helgason sem um árabil var þjáfari í Siglufirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert