Aðeins 19 króna verðmunur á dýrum skólatöskum

Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net
Aðeins 19 króna verðmunur er á vinsælum skólatöskum meðal yngstu kynslóðarinnar. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna kosta töskurnar, sem eru með sundtösku, vatnsflösku og matarboxi, 10.980 krónur í Pennanum, Griffli og Hagkaupum en 10.999 krónur í Skólavörubúðinni.

Neytendasamtökin hafa bent á að þegar samkeppni sé lítil milli verslana og varan dýr geti viðskiptavinir snúið sér til erlendra vefverslana til að kanna verð hjá þeim. „Ef við notum vefverslanir verður það til að auka samkeppnina hér á landi," segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún segir neytendur ekki mega gefast upp þótt Ísland sé ekki á lista viðkomandi vefverslunar yfir þau lönd sem vörur eru sendar til.

Töskurnar vinsælu sem kosta nær 11 þúsund krónur í verslunum hér á landi kosta 499 danskar krónur í Danmörku samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni www.jeva.dk, eða um 6000 íslenskar krónur.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert