Framtíð athafnasvæðis HB Granda í Reykjavík óráðin

Forstjóri HB Granda segir að sjávarútvegsfyrirtækið ætli sér að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi þar sem aflamark félagsins í þorski muni dragast saman á næsta fiskveiðiári þannig að bein sókn í þorsk verði ómöguleg. Aðspurður segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um framtíð athafnasvæðis fyrirtækisins í Reykjavík.

HB Grandi sendi Faxaflóahöfnum erindi í dag þar sem óskað er eftir því að þær flýti uppbyggingu á landfyllingu og hafnargarði á Akranesi svo fyrirtækið geti hafist handa við uppbyggingu nýs hús síðla árs 2009. Hann segir flutninginn vera í takt við þá stefnu Faxaflóahafna sf. um að megin fiskveiðihöfn Faxaflóahafna verði á Akranesi.

Eggert segir að það liggi ekki fyrir hversu margir muni koma til með að starfa í nýja fiskiðjuverinu. Þá sé óljóst hvernig málin muni þróast á næstu tveimur árum. Í dag starfa um 180 starfsmenn við botnfisksvinnslu í Reykjavík og á Akranesi. Hann segist þó ekki eiga von á því að á þessu tímabili verði gripið til fjöldauppsagna.

Ákvörðun HB Granda um að flytjast brott frá Reykjavík hefur talsverða þýðingu fyrir framtíð Reykjavíkur sem sjávarpláss. Eggert segir að litið sé á starfsemi Faxaflóahafna, þ.e. svæðið á milli Reykjavíkur og Akraness, sem eitt atvinnusvæði í dag. „Akranes hefur verið kynnt sem megin fiskihöfnin. Þannig að ég held að þetta passi mjög vel við stefnu hafnanna í því samhengi,“ segir Eggert og bætir við að tækifærin til frekari uppbyggingar séu mjög góð á Akranesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert