Geir H. Haarde sækir Skotland heim ásamt íslenskum Rótarýfélögum

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun fara í fimm daga heimsókn til Skotlands í næstu viku. Fram kemur á frétt breska ríkisútvarpsins BBC að Geir muni fara fyrir hóp 50 íslenskra Rótarýfélaga sem munu fara í skoðunarferð í Peeblesshire á miðvikudag.

Fram kemur að félagar úr Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg muni gist á Peebles Hydro hótelinu og að félagar þeirra í Rótarýhreyfingunni Skotlandi muni taka á móti þeim.

Meðal þeirra staða sem Geir og félagar munu heimsækja er Dawyck grasagarðurinn, Glentress og Traquair, að því er fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert