Indverjar samþykkja að opna sendiráð í Reykjavík

Ríkisstjórn Indlands samþykkti í gær að opna sendiráð í fjórum löndum, þar á meðal á Íslandi. Indverskir fjölmiðlar hafa eftir P. R. Dasmunsi, ráðherra upplýsingamála, að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að gæta pólitískra og efnahagslegra hagsmuna Indlands.

Indverjar munu einnig opna sendiráð í Gvatemala, Níger og Malí. Þá verður opnuð ræðismannsskrifstofa í Guangzhou í Kína. Gert er ráð fyrir að sendiráðin verði opnuð á þessu fjárhagsári.

Íslendingar opnuðu sendiráð í Nýju-Delhi í mars á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert