Kópavogsbær hefur kært einingaverksmiðjuna Borg til lögreglu en forsvarsmenn hennar eru sakaðir um að hafa unnið spjöll á girðingum á hafnarsvæði og vegi í eigu bæjarins.
Í fréttum fréttastofu Sjónvarps kom fram að þess sé krafist að fram fari opinber rannsókn á skemmdarverkunum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það sé blóraböggull vegna skipulagsslyss á Kársnesinu.
Forstöðumaður almannatengsla Kópavogsbæjar segir að jafnframt hefði verið lögð fram beiðni til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis um aðgerðir gegn ólöglegri starfsemi einingarverksmiðjunnar Borgar ehf.