Kópavogsbær kærir einingaverksmiðjuna Borg

Kópavogsbær hefur kært einingaverksmiðjuna Borg til lögreglu en forsvarsmenn hennar eru sakaðir um að hafa unnið spjöll á girðingum á hafnarsvæði og vegi í eigu bæjarins.

Í fréttum fréttastofu Sjónvarps kom fram að þess sé krafist að fram fari opinber rannsókn á skemmdarverkunum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það sé blóraböggull vegna skipulagsslyss á Kársnesinu.

Forstöðumaður almannatengsla Kópavogsbæjar segir að jafnframt hefði verið lögð fram beiðni til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis um aðgerðir gegn ólöglegri starfsemi einingarverksmiðjunnar Borgar ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert