Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í fjárlaganefnd Alþingis hefur óskaði eftir fundi í fjárlaganefnd vegna frétta um útgjöld og fjárskuldbindingar ríkissjóðs vegna yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar hér á landi.
Í bréfi sem Jón hefur skrifað Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar, segir að einnig sé óskað eftir upplýsingum um fjárskuldbindingar til skemmri og lengri tíma vegna þátttöku í hernaðarumsvifum hér á landi á vegum NATO, þar með talið boðuðum heræfingum þess hér á landi. Óskað er eftir að upplýst verði hvaða fjárheimildir af hálfu Alþingis standa að baki þessum útgjöldum.