Varað við verktaka á vefnum

Eftir Hlyn Orra Stefánsson - hlynur@bladid.net

„Ég fékk hann til að helluleggja fyrir mig, en ég rek gistiheimili og sagði honum að þegar hann byrjaði á verkinu yrði hann að klára það fljótt, því ég gæti ekki boðið gestum upp á að vaða drullu." Síðan verktakinn byrjaði á verkinu er liðinn tæpur mánuður; garðurinn er sundurgrafinn og allt í drullu.

Tveggja metra skurður er enn opinn, gámar með jarðvegi standa í innkeyrslu Eddu og hún hefur orðið að þrífa bæði eftir uppgröftinn og hellulögn sem hún hafði látið verktakann vinna fyrir sig áður. „Ég er búin að hringja margoft í hann síðan. Fyrst lofaði hann öllu fögru, en svo hætti hann að svara og svaraði ekki fyrr en ég hringdi úr lánssíma. Þá sagði hann mér einfaldlega að hann væri búinn að rifta samningnum og skellti á."

Annar óánægður viðskiptavinur hefur sett upp vefsíðu þar sem varað er við verktakanum. Eigandi vefsíðunnar segist hafa borgað fyrir verk, en verktakinn hafi stolið efninu sem átti að nota í verkið í stað þess að klára verkið. Verktakinnn segir um kláran rógburð að ræða og ætlar í meiðyrðamál við eiganda vefsíðunnar.

Nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert