Mikil stemmning er nú á Dalvík þar sem heimamenn buðu gestum og gangandi fiskisúpu. Er þetta orðinn hefð í aðdraganda fiskidagsins mikla, sem verður á morgun í bænum. Talið er að um 10 þúsund gestir séu mættir í bæinn og sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri dagsins, í kvöld að stemmningin á götum Dalvíkur væri ólýsanleg.
Gestir í bænum mynduðu vináttukeðja út frá Dalvíkurkirkju í kvöld. Í kirkjunni ræddu Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, um vináttuna og frumflutt var nýtt lag. Þá var 5000 blöðrum með mynd af friðardúfu sleppt.
Fiskidagurinn mikli er haldinn í sjöunda sinn þessa helgi. Búist er við enn fleiri gestum á morgun á hinn eiginlega Fiskidag.