Talsverður fjöldi kríuunga er að komast á legg við Norðurkot við Stafnesveg í Sandgerði. Ungarnir virðast sækja í að sitja á veginum sem veitir hlýju þegar sól er. Aðvörunarmerki eru sitthvoru megin við Stafnesveginn þar sem vegfarendur eru minntir á að aka með varúð og sýna fuglalífinu tillitsemi.
Það eru þó greinilega einhverjir, sem ekki hafa þolinmæði til að bíða eftir að kríuungarnir hefji sig á loft, Á um 400 metra kafla vegarins voru í dag 42 ungar dauðir á og við veginn.