Fjölmenni á Fiskideginum mikla

Fjölmargir hafa lagt leið sína til Dalvíkur til að taka …
Fjölmargir hafa lagt leið sína til Dalvíkur til að taka þátt í Fiskideginum mikla. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikið fjölmenni er nú statt í Dalvík til að taka þátt í Fiskideginum mikla sem fram fer í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur umferðin verið mjög þétt, nánast bíll við bíl. Lögreglan segir hinsvegar umferðina hafa gengið mjög vel.

Yfirkokkur dagsins er Úlfar Eysteinsson á 3 Frökkum en honum til aðstoðar eru þeir Arnþór Sigurðsson og Stefán Úlfarsson. Á almennu stöðvunum verður meðal annars boðið upp á Saltfiskbollur a la Úlfar, glænýja bleikju í hvítlaukssúrsætri sósu, þorsk í sætri chilisósu og rækjusalat.

Margt er á boðstólnum á hátíðinni, bæði fyrir börn og fullorðna. Lag Fiskidagsins mikla var flutt af Matta úr Pöpunum og Friðriki Ómari. Í kjölfarið verður boðið upp á ýmis leikatriði fyrir börn, til að mynda úr Dýrunum í Hálsaskógi, svo fátt eitt sé nefnt.

Deginum verður svo slitið kl. 23:30 í kvöld með veglegri flugeldasýningu.

Yfirkokkur dagsins er Úlfar Eysteinsson sem hér sést (annar frá …
Yfirkokkur dagsins er Úlfar Eysteinsson sem hér sést (annar frá vinstri) í góðra vina hópi. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert