Klukkan 14 í dag hefst Gleðiganga Hinsegin daga niður Laugaveginn, en kl. 12 var hafist handa við að setja gönguna saman við lögreglustöðina á Hlemmi.
Gleðigangan er sett saman af skipulegum atriðum gangandi fólks eða hópa á farartækjum. Öllum sem virða málstað Hinsegin daga er velkomið að ganga aftan við hin skipulegu atriði segja skipuleggjendur göngunnar.
Gangan fer af stað á slaginu kl. 14 og heldur niður Laugaveg og endar við Arnarhól. Þar hefjast útitónleikar u.þ.b. kl. 15:15 og standa yfir í um 90 mínútur.
Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram á tónleikunum sem og fjölbreyttur hópur virtra erlendra listamanna.