Gengið í nafni gleðinnar

Búast má við að þúsundir leggi leið sína í miðbæ …
Búast má við að þúsundir leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur til þess að fylgjast með Gleðigöngunni hýrir á brá. mbl.is/Júlíus

Klukkan 14 í dag hefst Gleðiganga Hinsegin daga niður Laugaveginn, en kl. 12 var hafist handa við að setja gönguna saman við lögreglustöðina á Hlemmi.

Gleðigangan er sett saman af skipulegum atriðum gangandi fólks eða hópa á farartækjum. Öllum sem virða málstað Hinsegin daga er velkomið að ganga aftan við hin skipulegu atriði segja skipuleggjendur göngunnar.

Gangan fer af stað á slaginu kl. 14 og heldur niður Laugaveg og endar við Arnarhól. Þar hefjast útitónleikar u.þ.b. kl. 15:15 og standa yfir í um 90 mínútur.

Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram á tónleikunum sem og fjölbreyttur hópur virtra erlendra listamanna.

Þúsundir hafa lagt leið sína í miðborgina til þess að …
Þúsundir hafa lagt leið sína í miðborgina til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. mbl.is/Júlíus
Páll Óskar Hjálmtýsson er á meðal þeirra sem munu taka …
Páll Óskar Hjálmtýsson er á meðal þeirra sem munu taka þátt í Gleðigöngunni í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert