Íslendingur sleginn til riddara í reglu Mölturiddaranna

Gunnar Þór Ólafsson, formaður Félags kaþólskra leikmanna hér á landi, var í dag vígður til riddara í reglu Mölturiddaranna. Fór vígslan fram við hátíðlega athöfn í Landakotskirkju í gærmorgun að viðstöddum 30 riddurum úr reglunni en aðalfundur Norðurlandadeildar reglunnar fer fram um þessar mundir.

Mölturiddarareglan var stofnuð árið 1048 í þeim tilgangi að annast og hjúkra pílagrímum í Jerúsalem. Tóku riddarar reglunnar upp vopn þegar borginni var ógnað af herjum múslima og var lengi vel hernaðarlegt afl í Suður-Evrópu. Síðan þá hefur reglan flutt bækistöðvar sínar á milli ýmissa staða en hún heldur enn fram fullveldi sínu og hefur t.d. stöðu áheyrnaraðila hjá Sameinuðu þjóðunum, gefur út vegabréf í eigin nafni og hefur stjórnmálatengsl við 97 ríki. Ólíkt Vatíkaninu hefur riddarareglan hins vegar ekkert landssvæði sem hún nýtur fullveldis yfir.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert