Ósk SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, um lögbann á sölu fyrirtækisins Sky Digital Ísland á áskriftum að gervihnattaútsendingum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið hafnað af sýslumannsembættinu í Keflavík.
Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður SkyDigital Íslands, segist bera fullt traust til embættisins. Það hafi komist að því að engin rök væru fyrir því að fallast á kröfuna og telur hann þá niðurstöðu hárrétta. SMÁÍS geti þó leitað réttar síns fyrir dómstólum.