Nýir ÓB-lyklar á markað

Að undanförnu hefur staðið yfir endurnýjun á tækja- og tæknibúnaði á ÓB-stöðvunum. Í kjölfarið var ákveðið að bjóða viðskiptavinum ÓB-stöðvanna svokallaða ÓB-lykla.

Í fréttatilkynningu segir að kostir ÓB-lyklanna séu þeir helstir að engin þörf er lengur á að hafa greiðslukortið meðferðis þegar farið er á næstu ÓB-stöð og þar af leiðandi þarf ekki að slá inn pin-númer. ÓB-lykillinn er einfaldlega lagður að dælunni og upphæðin fer sjálfkrafa út af debet- eða kreditkorti viðkomandi. Síðast en ekki síst sé veittur 2 króna afsláttur af hverjum lítra af eldsneyti.

Hægt er að sækja um ÓB-lykilinn á www.ob.is.

ÓB-stöðvarnar eru nú þegar orðnar 20 talsins, 9 á höfuðborgarsvæðinu og 11 á landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert