Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu sem skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun Íslands vann fyrir samgönguráðuneytið fyrir tveimur árum um hentugleika nýju Grímseyjarferjunnar.
Skýrsluhöfundur segir í niðurlagi hennar að ef ástand skipsins hefði verið með þeim hætti að kaupin á því að viðbættum endurbóta- og viðgerðarkostnaði væri lægri en 240 milljónir króna væri líklega um áhugaverðan valkost að ræða samanborið við nýsmíði á nýju skipi.
Skýrslunni var skilað þann 25. september 2005. Skipið var, þrátt fyrir skýrsluna, keypt á 102 milljónir króna í nóvemberlok það sama ár. Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði í hádegisfréttum útvarps síðastliðinn miðvikudag að hann óttist að heildarkostnaður vegna ferjunnar yrði allt að 600 milljónir króna. Nýja Grímseyjarferjan er enn ekki komin í gagnið.
<>Blaðið hefur skýrslu Siglingastofnunar undir höndum og í úttekt þess í blaði dagsins er farið ítarlega í efnisatriði hennar.