Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þáði nýverið boð heimamanna við Þjórsá um kynnisferð um svæðið við neðri hluta árinnar en þar hyggst Landsvirkjun reisa þrjár virkjanir. Þá var haldinn óformlegur fundur þar sem heimamenn og stuðningsmenn þeirra fóru yfir ýmsar hliðar málsins sem þeim hefur þótt lítið fjallað um.
Þórunn sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa kynnt sér svæðið áður en það hafi verið gott að fara aftur um það og eiga fund með fólkinu. Hún sagði þá sem hún ræddi við hafa haft afar lítinn áhuga á gylliboðum Landsvirkjunar.
Málið snertir marga beint
„Þjórsárdalurinn verður aldrei samur ef þessar virkjanir verða að veruleika en mér finnst afstaða íbúanna mjög skiljanleg og eðlileg og ég hef mikla samúð með þeirra afstöðu í þessari baráttu,“ segir Þórunn. Spurð um þann hátt Landsvirkjunar að greiða lögfræðingum landeigenda varnarlaun, segist Þórunn hafa fyrst haft veður af því á áðurnefndum fundi og þyki henni það vægast sagt undarlegt fyrirkomulag.
Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.