Að sögn Marteins Magnússonar, markaðsstjóra heildsölunnar Eggert Kristjánsson hf., hafa hækkanirnar ekki skilað sér hingað til lands nema að litlu leyti en þær séu fyrirsjáanlegar á næstu vikum. Þá megi gera ráð fyrir að verðið haldist hátt í nokkurn tíma. „Ég held að birgjar væru ekki að hækka ef ástandið varði bara í stuttan tíma. Ég held við séum að horfa á að lágmarki 6-8 mánaða sveiflu."
Gera má ráð fyrir hækkunum á þeim vörum sem innihalda mikið af hveiti og smjöri, svo sem pasta, kökum, kexi og brauðvörum. „Þetta mun náttúrlega hafa áhrif á hag heimilanna því þetta hækkar matarkörfuna," segir Marteinn.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu.