Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Jónsson

Kallað eft­ir stór­skipa­höfn Bæj­ar­yf­ir­völd í Ölfusi hafa ritað for­sæt­is­ráðherra bréf þar sem skorað er á rík­is­stjórn­in að byggja stór­skipa­höfn í Þor­láks­höfn í stað Bakka­fjöru­hafn­ar, sem yrði hvorki fugl né fisk­ur. Stór­skipa­höfn í Þor­láks­höfn myndi koma öll­um sunn­lensk­um fyr­ir­tækj­um til góða og er nauðsyn­leg aðstaða fyr­ir vænt­an­leg stór­fyr­ir­tæki í Þor­láks­höfn.

„Mark­miðið með bréf­inu var að vekja at­hygli á því að nauðsyn­legt er að stækka höfn­ina. Fyr­ir­tæki, sem sækja eft­ir aðstöðu í Þor­láks­höfn, kalla á slíkt, en það eru vatns­verk­smiðjan, ein­ing­ar­verk­smiðjan og hugs­an­legt ál­ver," seg­ir Ólaf­ur Áki Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss.

Ólaf­ur seg­ir að best sé að sam­ein­ast um eina al­menni­lega höfn á Suður­landi, í stað þess að deila kostnaðinum niður á Bakka­fjöru­höfn. Mun nær væri að kaupa hraðskreiðari ferju milli Þor­láks­hafn­ar og Vest­manna­eyja.

Suður­land.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka