Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu

Erling Þór Júlínusson segir það hafa gengið vel að sinna …
Erling Þór Júlínusson segir það hafa gengið vel að sinna starfi sínu á vélhjóli í dag. mbl.is/Júlíus

Erling Þór Júlínusson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, hefur verið á ferðinni á vélhjóli í dag og sinnt þeim neyðarútköllum sem hafa borist í miðbænum. Fullorðinn maður óskaði eftir aðstoð í dag og var Erling fljótur á staðinn og veitti manninum hjálp. Hann segir að með þessu fyrirkomulagi geti hann komið fljótt á vettvang og greint alvarleika veikindanna og og beint þeim upplýsingum til sjúkrabifreiðarinnar sem kom í kjölfarið.

Erling, sem fór á staðinn með fylgd lögreglumanns á vélhjóli, segir að maðurinn hafi ekki treyst sér ekki til þess að fara neitt án frekari aðstoðar auk þess sem hann hafi þurft frekari skoðunar við. „Ég gaf honum súrefni og tilkynnti síðan alvarleika útkallsins gagnvart sjúkrabílnum sem var á leiðinni. Ég held að kosturinn við þetta sé það að við vorum ekki með forgangsakstur að óþörfu innan um allt þetta fólk. Heldur gat ég aðstoðað manninn og sjúkrabíllinn á leiðinni gat farið á sínum hraða án þess að valda óþarfa hættu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert