26 teknir fyrir hraðakstur á tveimur tímum

Lögreglan á Blönduósi er fyrir löngu orðin landsþekkt sem hraðabani í umferðinni. Það sannaðist enn og aftur í dag þegar lögreglan stöðvaði 26 ökumenn fyrir hraðakstur á tveimur tímum á Þverárfjallsvegi, sem liggur á milli Blönduóss og Sauðárkróks.

Að sögn lögreglu voru fjórir af þessum 26 ökumönnum mældir á 135 til 138 km hraða, en þarna er hámarkshraði 90 km á klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert