Vegna vinnu við tengingar í símstöðinni í Bolungarvík verða símnotendur tengdir símstöðinni í Bolungarvík sambandslausir milli klukkan tvö og fjögur aðfaranótt morgundagsins, þriðjudagsins 14. ágúst. Á sama tíma rofnar einnig farsímasamband á staðnum. NMT kerfið verður þó virkt þennan tíma.
Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum á Bolungarvík að lögreglan verði með vakt í Bolungarvík þann tíma sem sambandslaust er. Komi upp neyðarástand er fólki bent á að leita á lögreglustöðina við Aðalstræti 12 og þeir sem hafa aðgang að NMT síma geta notað hann.
Að gefnu tilefni vill bæjarstjórinn í Bolungarvík taka eftirfarandi fram:
a) Fyrst í dag 13. ágúst kl. 14 var haft samband við bæjaryfirvöld í Bolungarvík þeim tilkynnt um þessa aðgerð.
b) Það er grafalvarlegt mál þegar 1000 manna byggðalag er sambandslaust við umheiminn í tvær klst. og það þarf að undirbúa og kynna með allt örðum og betri hætti en gert er í þessu tilfelli.
c) Ábyrgðin á ofangreindu verklagi er alfarið Símans.