Eldur í bílskúr á Selfossi

Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún á Selfossi um tvöleytið í nótt. Bílskúrinn er nýbyggður og ekki fullkláraður. Grunur er um íkveikju af mannavöldum að sögn lögreglu. Eldsupptökin voru við vesturgafl bílskúrsins og hafði eldurinn teygt sig í þaksperrur þar sem þær stóðu út fyrir vegg.

Tveir bílar og bifhjól voru í skúrnum og tókst að ná ökutækjunum út áður en slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn náði ekki inn í skúrinn.

Málið er í rannsókn og biður lögregla alla þá sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún í gærkvöldi og í nótt. Sími lögreglu er 480 1010.

Þá var tilkynnt var um reyk, sem leggði upp frá sumarbústaðabyggð í Klausturhólum í Grímsnesi um klukkan 11 í gærdag. Slökkvi-, sjúkra- og lögreglulið fór á vettvang þar sem búist var við að eldur væri laus í sumarbústað. Í ljós kom að verið var að brenna rusli.

Samkvæmt reglugerð um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi segir að óheimilt sé að kveikja eld á víðavangi þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er gróðri, dýralífi eða mannvirkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert