Hernaðarandstæðingar mótmæla varnaræfingu

Hernaðarandstæðingar eru ekki ánægðir með stjórnvöld þessa dagana. Á morgun fer fram varnaræfingin hersins á Íslandi. Stefán Pálsson, hernaðarandstæðingur, segir samtökin efna til mótmæla á morgun.

Stefán segir nauðsynlegt minna Íslendinga á að heræfingin eru ætluð til þess að þjálfa hermenn sem hugsanlega munu fara til Írak og eigi mögulega eftir að drepa fólk. Hann segir slíkt ekki ganga upp í augum hernaðarandstæðinga þar sem meirihluti Íslendinga er á móti Íraksstríðinu.

Þá segir Stefán stjórnvöld vera í örvæntingafullri leit að óvinum og líti á það sem vandamál að Ísland eigi enga óvini með illt í huga. Hann segir eðlilegra, ef sinna á íslenskum öryggismálum, að nýta fjármuni ríkisins til þess að styrkja lögreglu og landhelgisgæslu landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert