Húsleitir á Stokkseyri og Eyrarbakka

Lögreglan á Selfossi gerði í gerði í síðustu viku húsleit á Eyrarbakka og Stokkseyri, í einu húsi á hvorum stað. Hafði lögregla grun um að á þessum stöðum væri verið að hýsa þýfi og að jafnframt væru þar hugsanlega fíkniefni en þeir sem búa í húsunum tveimur tengjast.

Fíkniefnahundurinn Bea var til aðstoðar við leit að fíkniefnum. Í húsinu á Eyrarbakka fundust efnisleifar og neysluáhöld en engin fíkniefni. Á Stokkseyri lagði lögregla hald á myndbandsupptökuvél sem húsráðandi gat enga grein gert fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert