Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og Steinþór Hilmarsson, lögreglumaður, á gangi á …
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og Steinþór Hilmarsson, lögreglumaður, á gangi á Rauðarárstíg. mbl.is/Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða borgaryfirvöld og fulltrúa þeirra sem reka skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur til fundar til að ræða hvernig uppræta megi„þá ómenningu sem þar því miður þrífst" um helgar.

„Ásýnd miðborgarinnar og gesta hennar síðla nætur um helgar er vægast sagt ömurleg," segir Stefán í grein í Morgunblaðinu í dag og bendir á að hlutfall ofbeldisbrota sem framin eru í miðborginni frá miðnætti til kl. sex að morgni hafi fjölgað.

Stefán segir að meta beri "reynsluna af löngum afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborginni og breyta honum, ef matið leiðir í ljós að þar hafi verið gengið of langt. Borgaryfirvöld þurfa að ákveða hvort beina eigi starfsemi dansstaða og næturklúbba á önnur svæði í höfuðborginni. Meiri dreifing skemmtistaða um borgina myndi án vafa bæði bæta ásýnd miðborgarinnar og auðvelda lögreglu hennar störf."

Skemmtistaðir marki stefnu um að neysla eða sala fíkniefna verði tilkynnt lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert