Securitas og Urriðaholt ehf hafa undirritað samning um að Securitas vakti alls 1.650 íbúðir í Urriðaholti í Garðabæ. Allar íbúðir hverfisins verða tengdar stjórnstöð Securitas. Stefnt að samkomulagi um vöktum með eftirlitsbílum og myndavélum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Meðal þess búnaðar sem settur verður upp í íbúðum Urriðaholts verður öryggiskerfi beintengt við stjórnstöð Neyðarlínunnar 1-1-2 og Securitas í Skógarhlíð. Þá verður lyklaborð í hverri íbúð, sírena, hreyfi- og reykskynjarar og hurðanemar. Heimavörnin sendir frá sér boð ef reykur kemur upp í húsnæðinu, ef vatn eða gas fer að leka og sömuleiðis ef einhver hreyfing verður innandyra þegar heimilisfólk er með kerfið stillt á vöktun," samkvæmt tilkynningu Securitas.