Rannsókn gerð á vegrifflum

Vegir fræstir
Vegir fræstir

Rann­sókn Vega­gerðar­inn­ar á vegriffl­um hófst í dag með fræs­ingu á Grinda­vík­ur­vegi. Fræst verður á nokkr­um stöðum á Grinda­vík­ur­vegi, Hring­vegi um Kjal­ar­nes, á Reykja­nes­braut og á Hring­veg­in­um um Svína­hraun. Alls verða 70 km fræst­ir í þess­ari rann­sókn Vega­gerðar­inn­ar.

Riffl­ur í veg­um eru um­ferðar­tækni­leg aðgerð til að vekja at­hygli öku­manna á að þeir séu í þann veg­inn að keyra út af vegi eða yfir á ak­rein með um­ferð í gagn­stæða átt, að því er seg­ir í upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Verk­fræðistof­an Hnit kannaði fyr­ir Vega­gerðina reynslu annarra þjóða af vegriffl­um Í skýrslu þeirra voru mis­mun­andi riffl­ur skoðaðar og lagt mat á hvaða áhrif riffl­ur hafa á um­ferðarör­yggi og einnig at­hugað hvort riffl­ur geti komið í stað vegriða.

Sví­ar ætla í aukn­um mæli að fræsa miðlín­ur veg­anna en þeir hafa gert meira af því að fræsa kant­ana. Þá sýna rann­sókn­ir í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada að slys­um hef­ur fækkað um 20 til 60 pró­sent vegna fræs­inga og áherslu á um­ferðarör­yggi sem menn hafa farið í sam­fara því að fræsa riffl­ur.

Niðurstaðan var sú að þegar allt var tekið með í reikn­ing­inn þá voru þeir sem reynsl­una höfðu sam­mála um að riffl­ur séu til bóta, ódýr kost­ur sem bjargi manns­líf­um. Riffl­ur eru þó ekki al­veg án gagn­rýni en það er fyrst og fremst hávaðameng­un sem er gagn­rýnd, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Riffl­ur eru miklu ódýr­ari kost­ur en vegrið þótt þær geti ekki komið al­farið í stað vegriða. Hver kíló­metri af vegriði kost­ar 6-10 millj­ón­ir króna en vegriffl­ur kosta 4-7% af þeirri upp­hæð hver kíló­metri.

Þá henta vegriffl­ur einnig við hlið vegriða til að koma í veg fyr­ir að keyrt verði á vegriðin og þannig komið í veg fyr­ir eigna­tjón.

Skýrslu­höf­und­ar legga til að riffl­ur verði íhugaðar gaum­gæfi­lega sem ódýr og áhrifa­mik­ill kost­ur til að fækka slys­um og bjarga þannig manns­líf­um, koma í veg fyr­ir meiðsl og ör­orku og draga úr eigna­tjóni því, sem verður í um­ferðinni við óhöpp eða slys," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Nán­ar um vegriffl­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert