Skráðu þorsk sem hlýra

Fiskistofa hefur lagt fram kæru á hendur hafnarvigtarmanni og útgerðarfyrirtæki á Austurlandi fyrir meint brot á reglum um vigtun sjávarafla í seinni hluta júlímánaðar.

Að sögn Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra leikur sterkur grunur á að afli skips í eigu útgerðarfyrirtækisins hafi verið ranglega skráður á vigtarnótu af hafnarvigtarmanni, að 600 kg af þorski hafi verið skráð sem hlýri, sem er ekki kvótaskyldur.

Enginn hlýri í sölutölunum

"Þetta var fiskur sem fór í útflutning. Við berum alltaf saman sölutölur erlendis frá og þegar tölurnar komu var enginn hlýri skráður í þeim, enda ekki hægt að plata svona á mörkuðunum því við erum með eftirlitsmenn þar sem telja upp úr gámunum," segir Þórður. "Brotið fólst sem sagt í þessu og það vill þannig til að hafnarvigtarmaðurinn þarna er líka starfsmaður kaupanda fisksins þannig að við kærðum vinnsluleyfishafann og vigtarmanninn sem ekki fór eftir tilskildum reglum."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert