Fiskistofa hefur lagt fram kæru á hendur hafnarvigtarmanni og útgerðarfyrirtæki á Austurlandi fyrir meint brot á reglum um vigtun sjávarafla í seinni hluta júlímánaðar.
Að sögn Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra leikur sterkur grunur á að afli skips í eigu útgerðarfyrirtækisins hafi verið ranglega skráður á vigtarnótu af hafnarvigtarmanni, að 600 kg af þorski hafi verið skráð sem hlýri, sem er ekki kvótaskyldur.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.